G dúr hefur eitt eiginlegt formerki, kross sem settur er fremst á nótnastrenginn
á eftir lyklinum. Krossinn gildir lagið á enda nema annað sé
ákveðið (afturköllunarmerki, tóntegundaskipti). Krossinn kemur á efstu
línuna í nótnastrengnum F línuna, og verða því allar F nótur hækkaðar
samkvæmt því.